Við í Tónsölum óskum okkar kennara Birnu Kristínu Ásbjörnsdóttur innilega til hamingju með útgáfu æfingadagbókar fyrir tónlistarnemendur.
Þessi bók er áhugahvetjandi og skemmtileg æfingadagbók í A5 stærð sem inniheldur skapandi æfingar, litabókarmyndir, ráð um sviðsframkomu og núvitundaræfingar ásamt því að halda utan um heimaæfingar nemenda, mikilvægar dagsetningar og lagalista nemenda.
Áhugasamir um kaup á bókinni geta sett sig í samband við Birnu á birnakristina@gmail.com
Við á skrifstofu skólans erum með eintak til sýnis hjá okkur, en eintakið kostar 3000,- krónur.
