Núna í haust hófu störf tveir nýir kennarar í Tónsölum. Það eru þau Snorri Skúlason og Viktoría Tómasdóttir. Það er sérlega skemmtilegt fyrir okkur að fá þau til liðs við skólann, fyrir utan að vera fulltrúar yngri tónlistarmanna og lækka aðeins meðalaldur í starfsmannahópnum, þá eru þau bæði fyrrverandi nemendur við skólann. Það er sérstaklega skemmtilegt að fá þau til liðs við okkur á tuttugu ára starfsafmælinu. Við bjóðum þau velkominn í hópinn. Myndin sem fylgir með hér í fréttinni er af Viktoríu sem ungum píanónema í Tónsölum þegar við störfuðum í Bæjarlind 12.
